Stytta af Sergio Aguero, fyrrum leikmanni Manchester City, var afhjúpuð fyrir utan heimavöll félagsins í gær. Tilefnið var að í gær voru liðinn 10 ár frá því að Aguero tryggði City enska meistaratitilinn með dramatísku marki gegn QPR í uppbótartíma á lokadegi tímabilsins 2011-12.
Styttan virðist hins vegar líkjast Toni Kroos, miðjumanni Real Madrid, frekar en Aguero. Kroos setti spurningarmerki við styttuna á Twitter-síðu sinni í gær.
Blaðamaðurinn Simon Stone setti mynd af styttunni á samfélagsmiðla í gær með yfirskriftinni: „Sergio er hér“. Kroos spurði þá: „Ertu viss?“
Aguero skoraði 257 mörk fyrir Manchester City á sínum tíma og er markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins. Hann flutti sig yfir til Barcelona á síðustu leiktíð en neyddist til að leggja skóna á hilluna stuttu síðar vegna hjartavandamála.
Sure? https://t.co/m7M0Owc9q9
— Toni Kroos (@ToniKroos) May 13, 2022