Liverpool og Chelsea mætast í úrslitum ensku bikarkeppninnar í dag. Leikið verður á Wembley vellinum í Lundúnum og hefst leikurinn klukkan 15:45 að íslenskum tíma.
Liðin mættust í úrslitum deildarbikarsins í lok febrúar þar sem Liverpool hafði betur í vítaspyrnukeppni eftir markalausan leik. Liverpool vann síðast ensku bikarkeppnina árið 2006 þegar Steven Gerrard og félagar lögðu West Ham í dramatískum úrslitaleik.
Þetta er þriðji úrslitaleikur Chelsea í keppninni á jafnmörgum árum en félagið vann síðast bikarinn árið 2018 undir stjórn Antonio Conte.
Byrjunarlið Liverpool
Alisson; Alexander-Arnold, Konate, Van Dijk, Robertson, Henderson, Thiago, Keita, Salah, Mane, Diaz
Byrjunarlið Chelsea
Mendy; Chalobah, Rudiger, Silva; James, Jorginho, Kovacic, Alonso; Mount, Lukaku, Pulisic