Varnarmaðurinn Christian Romero leikur ekki meira með Tottenham á tímabilinu vegna mjaðmameiðsla. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Spurs, hefur staðfest þetta.
Romero var ekki í leikmannahóp Tottenham í 3-0 sigri liðsins gegn erikfjendunum í Arsenal á fimmtudagskvöld. Romero hefur verið lykilmaður í öftustu línu hjá Spurs síðan hann kom frá Juventus í fyrrasumar.
Argentínumaðurinn var áður fjarverandi í þrjá mánuði vegna meiðsla í nára fyrr á tímabilinu.
Spænski bakvörðurinn Sergio Regulion er einnig meiddur og spilar ekki síðustu tvo leiki Spurs á leiktíðinni. Tottenham er einu stigi á eftir Arsenal í fjórða sætinu þegar tvær umferðir eru eftir.
Tottenham tekur á móti Burnley í hádeginu á sunnudaginn en Arsenal ferðast til St James’ Park þar sem liðið mætir Eddie Howe og lærlingum hans í Newcastle á mánudagskvöld.