fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Guardiola lætur fyrrum leikmenn Man United heyra það – „Ég rústaði þeim í Meistaradeildinni“

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 14. maí 2022 09:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, lét Dimitar Berbatov og Patrice Evra, fyrrum leikmenn Manchester United, heyra það eftir að tvíeykið sagði enga persónuleika í liði City eftir að liðið féll úr leik í Meistaradeildinni.

City glutraði frá sér tveggja marka forystu á lokamínútunum gegn Real Madrid í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á Bernabéu vellinum þann 4. maí síðastliðinn.

Evra sagði City skorta leiðtoga og Berbatov sagði að City hefði spilað eins „lítil lið með ekkert sigurhugarfar.“

Man City hefur skorað 10 mörk í tveimur leikjum gegn Newcastle og Wolves síðan liðið féll úr leik í Meistaradeildinni og leiða kapphlaupið um enska meistaratitilinn þegar tvær umferðir eru eftir City er þremur stigum á undan Liverpool.

Þetta er sami karakter og persónuleiki og tapaði á síðustu tveimur, þremur mínútunum í Madríd,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í gær þegar hann var spurður út í hugarfar leikmanna sinna.

Ég sá ekki þennan persónuleika hjá sérfræðingum og fyrrum leikmönnum eins og Berbatov og Evra og Seedorf þegar ég, og við [Barcelona] rústuðum þeim í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn United,“ sagði Guardiola og var augljóslega heitt í hamsi.

Guardiola leiddi Barcelona til sigurs í Meistaradeildinni gegn Man United í úrslitum árið 2009 ogaftur árið 2011 þegar Patrice Evra og Dimitar Berbatov voru á mála hjá síðarnefnda liðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum
Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tuchel ætlar ekki að breyta til

Tuchel ætlar ekki að breyta til
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna