Þremur leikjum var að ljúka í Lengjudeild karla rétt í þessu. Kórdrengir tóku á móti Fylki í Safamýrinni en báðum liðum er spáð góðu gengi í Lengjudeildinni í ár.
Daníel Gylfason kom Kórdrengjum yfir á 39. mínútu eftir stungusendingu frá Iousu Villar og staðan 1-0 í hálfleik. Þórður Gunnar Hafþórsson jafnaði metin fyrir Fylki á 70. mínútu eftir mistök frá Daða Frey í marki Kórdrengja en þetta var fyrsti leikur Daða eftir að hafa komið á láni frá FH í gær.
Meira var ekki skorað í leiknum og 1-1 jafntefli niðurstaða. Fylkir er með fjögur stig eftir tvo leiki en þetta var fyrsta stig Kórdrengja á tímabilinu eftir tap gegn Þór í fyrsta leik.
Kórdrengir 1 – 0 Fylkir
1-0 Daníel Gylfason (’39)
1-1 Þórður Hafþórsson (’70)
Selfoss fékk Gróttu í heimsókn. Gary Martin kom heimamönnum yfir á 36. mínútu og Gonzalo Zamorano tvöfaldaði forystu Selfyssinga fjórum mínútum síðar. Ólafur Eiríksson minnkaði muninn fyrir Gróttu stuttu fyrir leikhlé en það dugði ekki til og lokatölur 2-1 Selfyssingum í vil sem eru með sex stig eftir tvær umferðir. Grótta er með þrjú stig.
Selfoss 2 – 1 Grótta
1-0 Gary Martin (’36)
2-0 Gonzalo Zamorano (’40)
2-1 Ólafur Eiríksson (’43)
Fjölnir vann öruggan heimasigur á Þór. Andri Jónasson skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og Valdimar Jónsson bætti við þriðja marki Fjölnismanna á upphafsmínútum síðari hálfleiks. Harley Willard minnkaði muninn fyrir gestina á 87. mínútu en Hákon Ingi Jónsson skoraði fyrir Fjölni mínútu síðar, lokatölur 4-1.
Fjölnir er með fullt hús stiga eftir tvo leiki en Þór er með þrjú stig.
Fjölnir 4 – 1 Þór
1-0 Andri Jónasson (’26)
2-0 Andri Jónasson (’40)
3-0 Valdimar Jónsson (’50)
3-1 Harley Willard (’87)
4-1 Hákon Ingi Jónsson (’88)