fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Ronaldo: „Við verðum að gefa Ten Hag tíma“

Ísak Gabríel Regal
Föstudaginn 13. maí 2022 19:27

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo, leikmaður Man United, tjáði sig um komu Hollendingsins Erik Ten Hag til félagsins í dag en Ten Hag tekur við stjórnvölunum hjá United að yfirstandandi tímabili loknu.

United hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu og verður þetta fimmta ár félagsins í röð án titils. „Ég veit að hann hefur gert frábæra hluti með Ajax og að hann er reynslumikill þjálfari, en við verðum að gefa honum tíma,“ sagði Portúgalinn.

„Hann verður að fá að ráða hvað breytist. Allt félagið mun njóta góðs af ef hann stendur sig vel, svo ég óska honum góðs gengis,“ bætti Ronaldo við. „Við erum allir spenntir og glaðir, ekki bara leikmennirnir heldur stuðningsmennirnir líka. Við verðum að hafa trú á að við getum unnið titla á næstu leiktíð.“

Framíð Ronaldo hjá United er óljós þar sem félagið leikur ekki í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Samningur Ronaldo rennur ekki út fyrr en á næsta ári en ákvæði er í samningnum um að framlengja um eitt ár til viðbótar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þekkir vel til í Danmörku og segir þetta umræðuna þar í landi um hugsanlega komu Arnars

Þekkir vel til í Danmörku og segir þetta umræðuna þar í landi um hugsanlega komu Arnars
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fernandes kemur sínum manni til varnar eftir tvö slæm mistök – ,,Höfum bullandi trú“

Fernandes kemur sínum manni til varnar eftir tvö slæm mistök – ,,Höfum bullandi trú“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“