fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
EyjanFastir pennar

Framtíð menntunar

Eyjan
Föstudaginn 13. maí 2022 19:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar: 

Menntun fyrir alla er eitt af megin markmiðum Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Þar og segir um undirmarkmiðið að eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að allar stúlkur og drengir ljúki góðri grunnskólamenntun á jafnréttisgrundvelli án endurgjalds til að öðlast viðeigandi og gagnlega menntun. Sama segir um tækifæri til að þroskast og dafna frá unga aldri, fá umönnun og leikskólamenntun til að búa börn undir grunnskóla.

Einnig er lögð rík áhersla á að fyrir 2030 eigi öllum konum og körlum að standa til boða og vera jafn aðgangur að góðu  tækni-, starfs- og framhaldsnámi, þ.m.t. námi á háskólastigi og skuli námið vera í boði á viðráðanlegu verði. Samhliða skuli gætt að því að kynjamismunun verði ekki til staðar og að stuðlað verði að sjálfbærni hvert sem litið er. Aðstaða barna, óháð kyni, þarf að vera til fyrirmyndar og öll umhverfi öruggt. Stuðlað verði að því að bjóða upp á fyrsta flokks nám og framboð af hæfum kennurum verði aukið.

Þarna er alþjóðasamfélagið að draga línu í sandinn. Við sem búum á Íslandi teljum að við séum framarlega en svo er alls ekki í mörgum tilvikum. Einstök sveitarfélög hafa gert byltingu í skólamálum á meðan önnur hreinlega dragast aftur. Börn okkar eru snillingar upp til hópa, þeim þarf aðeins að vera gert kleift að læra og brjótast fram og skara fram úr.

Fjölmörgum börnum gengur vel í námi en erum við að fara rétt að hér á landi. Písa kannanir hafa verið umdeildar en þær sýna að lesskilningur fer hrakandi. Einnig er ákveðin skilgreiningarvandi á milli skóla og landa þegar fjallað er um að það eigi að tryggja jafnan aðgang að góðu tækni-, starfs- og framhaldsnámi. Þar er einnig átt við háskólasigið. Hvernig getum við metið hvort nám sé á ,,viðráðanlegu verði“?

ECST einingakerfið í námi innan Evrópusambandsins (ESB) og þar með Evrópska efnahagssvæðisins, sem snýr að menntun, er alfarið undir stjórn ESB. Því miður hefur þetta kerfi ekki náð (sé miðað við árið 2021) að viðurkenna fjölmörg fjárkennslukerfi og menntun margra af erlendum uppruna sem fara í nám  og þurfa á að halda ódýru en skilvirku námi að einhverju lágmarks gæðum. Hvers vegna? Gæti það komið til vegna hagsmuna margra háskóla að sem eru að halda í gamla kerfið sem vissulega tryggir gæði og öryggi.

Mikið til byggir menntastefnan íslenska á þessu sem að framan greinir. Fyrsta samræmda aðalnámskrá fyrir framhaldsskóla leit dagsins ljós í ráðherratíð Birgis Ísleifs Gunnarssonar, þv. menntamálaráðherra árið 1986. Við sjáum öll að mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan.

Með fjölmörg afar bráðgreind börn er mikilvægt að gefa þeim tækifæri, sem og öllum börnum, á að ná bæði hraða, afköstum og gæðum í fremsta flokk. Með nútíma tækni og þróun verða sveitarfélög að fara að taka á því að einbeita sér enn frekar að skólunum en þeir margir hafa orðið hornreka hjá sumum sveitarfélögum frá því að grunnskólarnir voru færðir frá ríki til sveitarfélaga. Það á alls ekki við alla en það á við um fjölmarga.

Það er ekki til neins að fara í tæknibyltingu sé ekki því samhliða farið í umtalsverða endurmenntun hjá kennurum og þeim gert kleift að fara upp úr hjólförum hversdagsins og inn í nýja víddir tækni og þróunar. Þó svo að tæknin verði mikilvæg má ekki missa sjónar að grunnþáttum menntunar, þ.e. læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindum, jafnfrétti og sköpun. Með nýrri tækni og innleiðingu verður að horfa til þessara þátta samhliða slíku ferli.

Við á Íslandi eigum svo óskaplega gott starfsfólk í skólum sem vill vel. Við höfum einnig úr að spila frábæru námsfólki en það er algjör forsenda velferðar til lengri framtíðar að við tökum hressilega á í menntamálum, sköpum fyrsta flokks aðstöðu fyrir börnin, kennara og annað starfsfólk. Með því byggjum við upp landið lang inn í ókomna framtíð, velferð íbúa, gagnrýna hugsun og heilbrigðara samfélag.

Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ og oddviti lista Miðflokksins þar fyrir sveitastjórnakosningar 2022.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Ég trúi því að alheimurinn vilji okkur vel

Steinunn Ólína skrifar: Ég trúi því að alheimurinn vilji okkur vel
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá jöðrunum inn á miðjuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá jöðrunum inn á miðjuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka
EyjanFastir pennar
10.11.2024

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni
EyjanFastir pennar
09.11.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna
EyjanFastir pennar
31.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Lögmál um fylgisfall stjórnarflokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Lögmál um fylgisfall stjórnarflokka
EyjanFastir pennar
30.10.2024

Ágúst Borgþór skrifar: Að dæma konu fyrir sjálfsvörn

Ágúst Borgþór skrifar: Að dæma konu fyrir sjálfsvörn