Forráðamenn Real Madrid telja næsta víst að Kylian Mbappe muni ganga í raðir félagsins í sumar þegar samningur hans við PSG er á enda.
Framtíð Mbappe hefur lengi verið til umræður en PSG hefur svo sannarlega sett stóru seðlana á borðið til að sannfæra Mbappe um að vera áfram.
Fabrizio Romano segir að Real Madrid telji að Mbappe komi eftir jákvæð samtöl undanfarna daga.
Mbappe ólst upp sem stuðningsmaður Real Madrid og hefur alltaf átt sér þann draum um að spila fyrir stórveldið í Madríd.
Real Madrid er spænskur meistari og komið í úrslit Meistaradeildarinnar en Mbappe er einn besti knattspyrnumaður í heimi.
Real Madrid are more optimistic and confident than ever on Mbappé deal. No official decision yet – Kylian is still thinking about it, but Real sources feel new contacts this week were positive. ⭐️ #Mbappé
PSG improved proposal still on the table, waiting for Kylian to decide. pic.twitter.com/Y6K32Oy6RM
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 13, 2022