fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

ÍBV staðfestir kaup á Kundai Benyu

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 13. maí 2022 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Simbabveski landsliðsmaðurinn Kundai Benyu hefur skrifað undir samning við ÍBV og mun koma til með að leika með liðinu út tímabilið 2023. Kundai kemur til liðsins frá Vestra þar sem hann lék við góðan orðstír á síðustu leiktíð, hann er 24 ára gamall miðjumaður.

Kundai neitaði að spila áfram með Vestra og vildi fara í lið í Bestu deildinni. Hann fær þó ekki leikheimild með ÍBV fyrr en í júlí.

Þrátt fyrir að leika með simbabveska landsliðinu þá er Kundai fæddur og uppalinn á Englandi en hann hefur að mestu leikið með liðum í ensku deildunum, má þar nefna Ipswich og Charlton meðal liða sem hann hefur verið á mála hjá. Hann var einnig leikmaður Helsingborg á sama tíma og Andri Rúnar Bjarnason, ásamt því að vera þrjú tímabil á mála hjá skoska stórliðinu Celtic.

Kundai hefur leikið fimm leiki fyrir simbabveska landsliðið og er hann mjög spenntur að komast til Vestmannaeyja og hefja leik með liðinu í þeirri Bestu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“