fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Ákæran gegn Brynjari aðeins toppurinn á ísjakanum – Talinn hafa brotið gegn miklu fleiri stúlkum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 13. maí 2022 13:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákæra gegn Brynjari Joensen Creed fyrir alvarleg kynferðisbrot gegn fimm ólögráða stúlkum nær aðeins yfir hluta af þeim brotum sem hann er grunaður um. Þetta kemur fram í frétt á RÚV í dag.

Brynjar er ákærður fyrir alls 17 brot gegn fimm stúlkum, sem varða nauðganir, klámfengin samskipti í gegnum Snapchat, dreifingu á klámfengnu efni af stúlkunum, misneytingu, blekkingar og fleira.

Réttað var í máli hans 28. apríl en þess er vænst að dómur falli í málinu þann 19. maí næstkomandi.

Brynjar hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því hann var handtekinn þann 8. nóvember síðastliðinn. Eins og DV greindi frá í gær var hann handtekinn á vinnustað sínum, en hann starfaði í stóru heildsölufyrirtæki. Lagt var hald á vinnubíl hans og meðal annars notast við upplýsingar úr ökurita við rannsókn málsins. Talið er að hluti brotanna hafi átt sér stað í bílnum.

Í frétt RÚV kemur fram að fjölga hafi þurft stöðugildum í Barnahúsi vegna rannsókna á meintum brotum Brynjars. Samkvæmt heimildum DV hafa tugir barna verið kallaðir þangað til viðtala vegna meintra brota Brynjars. Talið er að hann hafi verið í samskiptum við yfir 200 ólögráða stúlkur í gegnum Snapchat.

Kolbrún Benediktsdóttir héraðssaksóknari upplýsir í frétt RÚV að aðeins hafi verið ákært fyrir hluta af meintum brotum Brynjars þar sem ekki sé heimilt að halda sakborningum í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur án þess að ákæra sé birt. Sé ákæra ekki gefin út innan þess tíma sé sakborningum sleppt úr haldi.

Brynjar er fæddur árið 1970. Hann er frá Vopnafirði en hefur undanfarin ár búið í Reykjavík. Er hann fráskilinn og á uppkominn börn.

Vinnufélagi hans í heildsölufyrirtækinu lýsir honum sem dulum, sérkennilegum og lágmæltum. Hann segir hann hafa verið áberandi utan við sig:

„Hann klessti vinnubíl illa og var stundum að bakka á eða keyra utan í. Eins og hann væri ekki með hugann við umhverfið. Núna veit maður hvað hann var að hugsa um. Ógeðslegt.“

Brynjar var trúnaðarmaður fyrir sinn vinnustað hjá VR. Hann hefur tekið þátt í almenningshlaupum og hlaupið til styrktar góðum málefnum.

DV hefur einnig eftir ónafngreindum aðila sem þekkir vel til málsins að það hafi reynt gífurlega mikið á þá sem hafa unnið að því og afleiðingarnar á brotaþola gætu varað ævilangt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“