Heiðurinn af þessum tryllta partí helgarmatseðli i á Una Dögg Guðmundsdóttir matarbloggari og sælkeri með meiru. Una veit fátt skemmtilegra en að bjóða góðum vinum heim í sælkeraveislur. Í tilefni Eurovision ætlar hún að bjóða upp á tryllta partírétti sem allir hafa slegið í gegn hjá henni. Þeir eru allir seiðandi á sinn hátt og svo fullkomnir í partí þar sem setið er fyrir framan skjáinn.
Bráðinn ostur, syndsamlega sósur, sætar döðlur með beikoni og seiðandi ostakúla leika aðalhlutverkið í þessum dásamlega Eurovision partí helgarmatseðli. Svo eru þetta allt réttir sem tekur stutta stund að framreiða og hráefnalistinn einfaldur. Nú er bara að setja sig í stellingar og útbúa partí kræsingar fyrir Eurovision og kosningagleðina. Þetta verður svo sannarlega helgina þar sem stórum hluta verður eydd fyrir framan skjáinn með sælkerakræsingar við hönd.
„Hér er á ferðinni ekta partíréttur sem slær alltaf í gegn heima,“segir Una.
Mexíkanskur kjúklingaréttur
4-5 kjúklingabringur
1 dós/1 krukka ostasósa
1 dós/1 krukka salsasósa
170 g Doritos snakk (veljið ykkar uppáhalds bragðtegund)
100 g rifinn ostur
1 dós sýrður rjómi
Aðferð:
- Byrjið á að skera niður kjúklingabringurnar í bita og steikið upp úr olíu á pönnu og kryddið.
- Blandið mexíkóskri ostasósu og salsasósu saman í potti við vægan hita.
- Leggið helminginn af sósublöndunni í botninn á eldföstu formi, setjið kjúklingabitana ofan á og brjótið niður snakk yfir, endurtakið tvisvar sinnum.
- Stráið rifnum osti yfir ásamt því að setja nokkrar klípur af sýrðum rjóma aðeins yfir réttinn.
- Eldið í ofni í um 25–30 mínútur á 180°C gráðum.
- Berið fram með góðu salati og sýrðum rjóma til hliðar.
„Þessar eru æðislegar í veisluna, einfaldar í framkvæmd og smakkast alltaf vel.“
Beikonvafðar döðlur í ofni
40 stk. döðlur
20 stk. beikon sneiðar
Aðferð:
- Hitið ofninn við 180°C gráður.
- Skerið hverja beikon sneið í tvennt eða þrennt, fer aðeins eftir stærð.
- Ef þið notið döðlur með steini í miðjunni, byrjið þá á að hreinsa steininn snyrtilega úr.
- Rúllið döðlunni inn í beikon sneið og stingið tannstögli í gegn til þess að þetta haldist saman.
- Raðið í ofnskúffu eða eldfast form og bakið í ofni í um 15-20 mínútur eða þar til beikonið er orðið stökkt.
„Krakkarnir elska þessar.“
Innbakaðar partí pylsur
Pylsur ( kokteilpylsur)
Pitsadeig
tómatsósa
Sinnep
pinnar/ tannstönglar
Aðferð:
- Mér finnst best að nota kokteil pylsur ( þessar litlu) en ef venjulegar pylsur eru notaðar má skera hverja pylsu í tvennt ea þrennt
- Takið pizzadeig og skerið það niður í ræmur og vefjið smá deigi utan um hvern pylsubita, stingi pinna í gegn til þess að það haldist betur saman
- Setjið bitana á bökunarpappír í ofnskúffu og bakið í 15-20 mínútur í ofni við 180°Cn gráður
- Berið fram á bakka með tómatsósu og sinnepi eða sósu að eigin vali.
Það klikkar ekki að bera fram góð heita ,,eðlu,, í partýinu um helgina.
Júró eðlan
1 bakki nautahakk
1 sýrður rjómi
1 krukka taco sósa, ég nota medium taco-sósu
1 rjómaostur, ég nota annaðhvort hreinan eða með pipar
1 bréf taco-krydd
1 bréf rifinn cheddar ostur
2 tómatar
½ vorlaukur
svartar ólífur, skornar í litlar sneiðar
Aðferð:
- Steikið nautahakkið, kryddið eftir smekk með salti og pipar. Bætið taco sósunni við.
- Setjið rjómaostinn, sýrða rjómann og taco-kryddið saman í stóra skál og hrærið saman.
- Smyrjið blöndunni í botninn á eldföstu móti og gerið svona lasagna-lög, setjið kjöt yfir, svo aftur rjómaostablönduna og svo aftur kjöt yfir.
- Dreifið að lokum cheddar ostinum yfir, skreytið með ólífum og söxuðum tómötum og vorlauk.
- Setjið inn í 180°C gráðu heita ofn og hafið í ofninum þar til osturinn er bráðinn.
- Berið fram með nachos flögum.
„Einstaklega einfalt en alltaf huggulegt að bera þetta fram á pinnum, ekki skemmir litadýrðin fyrir.“
Mozzarella spjót
Mozzarella kúlur
Litlir tómatar
Basilíka
Balsami
Aðferð:
- Þræðið eina mozzarella kúlu, einn tómar og lauf af basilíku á pinna.
- Raðið á bakka og skvettið smá balsami yfir.
Ostakúla
400 g rjómaostur
1 lítill rauðlaukur
1 rauð paprika
1 poki hnetur
Aðferð:
- Takið rjómaost úr ísskáp og hafið við stofuhita.
- Saxið rauðlauk og papriku smátt. Blandið þessu saman í skál.
- Myndið kúlu með höndum, mér finnst best að fara í hanska á meðan ég geri kúluna.
- Setjið filmu yfir og geymið í kæli í um 3 klukkustundir áður en haldið er áfram.
- Saxið hnetur og veltið svo kúlunni upp úr hnetumylsnunni.
Gleðilega Eurovision helgi!