Arsenal laut í lægra haldi gegn nágrönnum sínum í Tottenham í mikilvægum leik í ensku úrvalsdeildinni. Með sigrinum færðist Tottenham nær Skyttunum en aðeins eitt stig skilur að liðin fyrir síðustu tvær umferðir tímabilsins en baráttan um Meistaradeildarsæti er æsispennandi.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var mjög reiður út í þær ákvarðanir sem féllu gegn Arsenal í gærkvöldi. „Ef ég segi hvað mér finnst verð ég settur í sex mánaða bann. Mér líkar ekki að ljúga svo ég kýs að segja ekki það sem mér finnst.“
„Ég er svo stoltur af leikmönnunum mínum. Þú getur spurt dómarann um að koma hingað og útskýra ákvarðanir sínar. Þetta er svo leitt því svo fallegur leikur var skemmdur í dag.“
Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham segir Arteta hins vegar hvarta alltof mikið og netverjar sáu sér leik á borði og nýttu sér Snapchat til þess að krydda upp á viðtal sem knattspyrnustjórinn fór í eftir leik gærkvöldsins.
Man is crying again! Someone send the guy some tissues! All I can hear is him moaning about the ref 😭😭. #ARSTOT #NLD #PremierLeague pic.twitter.com/9DtuW0k8KR
— CFC Gem ⭐️⭐️ (@cfc_gem) May 12, 2022