fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Katrín Tanja vill fá „DÓTTUR í borgina“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 13. maí 2022 09:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

CrossFit-stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir skipar 16. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum.

Katrín Tanja er ein öflugasta íþróttakona landsins og hefur tvisvar hlotið titillinn hraustasta kona heims, árin 2015 og 2016. Hún er einnig rithöfundur og hefur skrifað tvær bækur. Þar að auki er hún gífurlega vinsæl á samfélagsmiðlum, með yfir 1,8 milljón fylgjendur á Instagram.

Íþróttakonan skrifaði stuðningsyfirlýsingu fyrir Hildi Björnsdóttur, borgarfulltrúa og oddvita Sjálfstæðisflokksins, sem birtist á Vísi í morgun. Katrín Tanja vill fá „dóttur til forystu í Reykjavík.“

„Dóttir“

„Dóttir“ er nokkuð þekkt hugtak í CrossFit. „Það stendur fyrir þann kraft og styrk sem felst í íslenskum konum og það hugrekki að trúa því að við getum gert allt það sem við ætlum okkur. Mér hefur alltaf þótt ég heppin með hversu margar íslenskar konur hafa rutt mína braut – og það hefur alltaf verið mitt hjartans mál að leggja mig alla fram við að gera slíkt hið sama fyrir komandi kynslóðir. Þá er ekki síður mikilvægt að styðja við aðrar konur á sömu braut,“ segir Katrín Tanja.

Hún segir að Hildur sé „sannkölluð „dóttir,““ og mikilvæg fyrirmynd fyrir ungar og efnilegar konur.

„Hún hefur á skömmum tíma orðið öflugur talsmaður borgarbúa og eftirtektarverð stjórnmálakona. Hildur er svo sannarlega tilbúin, og hvað gæti veitt meiri innblástur en að sjá unga og glæsilega konu fá það tækifæri sem hún gerir tilkall til.“

Katrín Tanja segist vilja fá „DÓTTUR í borgina.“ „Valið í Reykjavík á laugardag er skýrt. Glæsilegan fulltrúa yngri kynslóðarinnar með hugrekki og drifkraft til staðar til þess að gera breytingar til hins betra! Eða áframhald á því sama.“

Hægt er að lesa pistillinn í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast