fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Karl hjólar í RÚV – „Með hreinustu ólíkindum og næstum áreiðanlega brot á lögum“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 13. maí 2022 09:58

Mynd af Karli: Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Munið þið hvernig Einar Þorsteinsson gulltryggði Sönnu Magdalenu endanlega sæti í borgarstjórn í oddvitaþætti kvöldið fyrir kosningar fyrir fjórum árum?“

Að þessu spyr Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, í upphafi pistils sem birtur var í Fréttablaðinu í dag. Þá spyr Karl einnig hvort fólk muni eftir því þegar Inga Sæland fór að gráta í sams konar þætti árið 2017.

„Í umræðum um kjör fátæks fólks brauzt út slík réttlát sorg að Inga fékk ekki hamið sig og brast í grát. Þetta er ekki sagt henni til hnjóðs, bara alls ekki. Sætið var að vísu í stórhættu, en fólk kann að meta einlægni og tilfinningar.“

Karl nefnir þessi tvö dæmi úr nýlegri stjórnmálasögu því hann vill meina að þau hafi breytt sögunni.

Þá kemur hann að því sem pistillinn snýst í raun og veru um, það að ekki er hægt að nálgast þættina sem þessi sögulegu atvik áttu sér stað. „Ég þykist vita að margir vildu horfa á þetta aftur, en það er ekki hægt. Hvers vegna? Vegna þess að Ríkisútvarpið hefur ákveðið að þannig skuli það vera. Í huga Ríkisútvarpsins nær sagan nefnilega aðeins um ár aftur í tímann. Fréttir og tengdir þættir fá að lifa á vef þess í 3–12 mánuði. Þá er það efni horfið,“ segir hann.

„Þetta er þeim mun bagalegra sem æ fleiri mikilvægar fréttir – og beinlínis stjórnmálasagan sjálf – verða til í beinni útsendingu, en birtast ekki á vef- eða prentmiðlum nema í bezta falli sem endursögn. Ríkisútvarpið hefur ákveðið að gera þessar upptökur ekki aðgengilegar.“

„Sagan hverfur smám saman“

Karl fer þá að tala um fleiri sögulega atburði sem hafa átt sér stað í beinni útsendingu á undanförnum árum. Hnn spyr hvort einhver muni eftir hruninu. „Öllum Kastljósunum, með viðtölum við Davíð og bankakallana? Fyrir utan allt hitt. Silfursþættirnir, þar sem fólk fór á taugum í beinni aðra vikuna og gargaði hina,“ segir hann.

Næst talar hann um forsetakosningarnar, bæði árið 2012 og árið 2016. „Forsetakosningar 2012, þar sem Ólafur Ragnar niðurlægði Þóru Arnórsdóttur í beinni svo seint verður leikið eftir. Kosningar 2016: „Hefurðu enga sómatilfinningu?“ spurði Guðni Th. upp í opið geðið á Davíð Oddssyni.“

Síðasta dæmið sem Karl nefnir er svo Kastljósið þar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var spurður út í Panama-skjölin. „Kastljósið þar sem Bjarni Benediktsson ákvað að ljúga blákalt í beinni um félagið Falson, sem var í Panama-skjölunum,“ segir hann.

„Og svo framvegis út í hið óendanlega. Sagan hverfur smám saman. Hún er ekki aðgengileg og finnst ekki, jafnvel þótt öflugustu tölvunördar grafi.“

Einkareknir fjölmiðlar og einstaklingar sinni hlutverkinu betur

Karl fagnar því að hér á landi séu öflugir fjölmiðlar í einkarekstri sem hafa það í huga að geyma eldri þætti á alnetinu. Hann nefnir sérstaklega til dæmis vefmiðilinn Vísi sem er í eigu hlutafélagsins Sýnar.

„Þar ráða harðir kapítalistar, og það er alveg áreiðanlega ekki í ágóðaskyni sem Vísir geymir flesta sjónvarps- og útvarpsþætti Stöðvar 2 og Bylgjunnar (og skyldra stöðva) frá 2010. Og fréttir frá 2008 að auki. Einkaframtakið hefur hér algeran vinning, sem hlýtur að vera vinum ríkismiðilsins talsvert umhugsunarefni.“

Þá segir hann einnig að í raun sé fjöldi af þeim klippum sem hann hefur nefnt í pistlinum aðgengilegar á YouTube en það sé þó einstaklingum að þakka en ekki RÚV. Hann segir það ekki vera hlutverk einstaklinga að varðveita samtímasöguna sem gerist í beinni hjá RÚV.

„Það er hlutverk Ríkisútvarpsins og einskis annars. Eftir stendur að það sem gerðist fyrir meira en ári í Ríkisútvarpinu hverfur jafnóðum og finnst ekki. Það er satt að segja með hreinustu ólíkindum og næstum áreiðanlega brot á lögum um fyrirtækið.“

„Áður en allt gillimojið hverfur upp í TV heaven“

Undir lok pistilsins spyr Karl hvers vegna RÚV rekur þessa stefnu en hann segir hana vera stórfurðulega. „Ég veit það ekki enda hafa síðustu þrír útvarpsstjórar lýst yfir að henni þurfi að breyta. Samt breytist ekkert. Árum saman,“ segir hann.

Karl grunar að afsökunin sé peningaleysi en minnir á að það kostar að halda utan um söguna og að það sé í lagi. „Það kostaði morð fjár að byggja Þjóðarbókhlöðu utan um prentaða arfinn okkar. Við eigum ekki að sjá á eftir þeim peningum – þvert á móti. Stafræna Íslandssagan er jafn mikilvæg,“ segir hann.

„Þess utan er allsendis ókeypis að birta sjónvarpsefni á til dæmis Youtube. Það gera stærstu sjónvarpsstöðvar um allan heim á hverjum degi.“

Að lokum segir hann að fólk ætti endilega að horfa á oddvitaþátt kvöldsins á RÚV en að sennilega sé þó öruggara að hafa gott VHS-tæki á kantinum. „Áður en allt gillimojið hverfur upp í TV heaven.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“