fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Baldvin Z: „Ekki hafa back-up plan“

Þakklátur fyrir að hafa elt drauminn þrátt fyrir ótal hindranir

Auður Ösp
Fimmtudaginn 7. janúar 2016 10:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Maður heyrir oft fólk segja ,,ef þú ætlar þér eitthvað, gerðu það þá!” en það er bara eitt grundvallaratriði sem þú verður að hafa í huga ef þú ætlar að láta drauma þína rætast; að hafa ekki back-up plan – það rústar draumnum,“ segir leikstjórinn góðkunni Baldvin Z en hann hvetur fólk sem vill láta drauma sína rætast að hafa ekki svokallaða varaáætlun.

„Ég var ekki með neitt back-up plan og það hjálpaði en það þýddi að ég var kominn með heimildir hjá 7 mismunandi lánastofnunum árið 2008,“ segir Baldvin í samtali við Vikudag en kvikmynd hans Vonarstræti hlaut gífurlega góðar viðtökur og má segja að hún hafi komið honum á kortið. Hann segir virkilega hafta þurft að halda í drauminn þegar honum var synjað um inngöngu í Danska kvikmyndaskólann árið 2006, en það hafði verið langþráður draumur hans að stunda þar nám.

„Ég hélt einhvernveginn að þessi kvikmyndadraumur væri bara búinn. Við vorum að fá þriðja barnið á þessum tíma og þetta var bara voðalega þunglynt í lok árs 2007,“ segir hann en bætir við að eftir að hafa flutt heim til Íslands á ný hafi hann einhvern veginn náð að koma sér inn á auglýsingamarkaðinn en boltinn fór fyrst að rúlla eftir að hann kynntist þeim Júlíusi Kemp og Ingvari Þórðarsyni, kvikmyndaframleiðendum.

Í kjölfar gerði Baldvin kvikmyndina Óróa, þá tóku við sjónvarpsþættirnir Hæ Gosi og síðan kvikmyndin Vonarstræti sem gekk gríðarvel. ,,Að meikaða er mjög skrítið orð. Þegar ég var í rokkhljómsveit þá fannst mér meik vera sex, drugs and rock’n’roll; þetta er bara skilgreiningaratriði,“ segir Baldvin.

„Það sem hefur breyst hjá mér er að ég hef ekki lengur áhyggjur af því hvort ég fái fleiri verkefni. Þetta var alltaf bara ,,hvað gerist nú, hvað gerist næst”. Ég er kominn á þann stað að ég veit að ég er með verkefni til 2020. Það er frábær tilfinning. Ef það er að meikaða þá, já, klárlega!,“ segir hann jafnframt en hann telur framtíðina vera afar bjarta í íslenskri kvikmyndagerð.

Lesa má viðtalið við Baldvin í heild sinni hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað