Raunveruleikastjarnan Kendall Jenner virðist ekki búa yfir miklum hæfileikum í eldhúsinu, allavega ekki þegar kemur að hnífatækni.
Á miðvikudaginn kom út nýjasti þáttur The Kardashians á Hulu. Í þættinum var Kendall í heimsókn hjá mömmu sinni, Kris Jenner, og langaði í snarl. Kris spurði hvort hún ætti að fá kokkinn til að útbúa eitthvað handa henni, en Kendall neitaði og sagðist ætla að sjá um þetta sjálf.
Hún byrjaði síðan að skera gúrku í sneiðar, á einn furðulegasta máta sem við höfum séð. Þessi áhugaverða hnífatækni hennar vakti mikla kátínu meðal netverja, svo mikla að fjölmiðlar vestanhafs hafa greint frá viðbrögðum áhorfenda.
„Kendall Jenner að reyna að skera gúrku er það fyndnasta sem ég hef séð alla vikuna,“ sagði annar.
„Örugglega eitt það auðveldasta sem er hægt að gera í eldhúsinu,“ bendir annar netverji á.
About an hour ago, I witnessed Kendall Jenner attempt to cut a cucumber on my tv screen. It made me feel a little superior but mostly poor.
— halbrownlee (@halbrownlee) May 12, 2022
Obsessed with Kendall Jenner trying to prove she’s not an out of touch spoiled rich girl by insisting on making her own snack and almost dislocating her shoulder trying to slice a cucumber.
— Brodie Lancaster (@brodielancaster) May 12, 2022
Grínið fór ekki framhjá raunveruleikastjörnunni sem tók þátt í því á Twitter og var sammála um að hnífatækni hennar væri „sorgleg.“
tragic! https://t.co/DY2pnbg2vk
— Kendall (@KendallJenner) May 12, 2022