fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Kolbrún segir Sjálfstæðisflokkinn nauðsynlegt afl í íslenskri pólitík – Berst gegn þrúgandi pólitískum rétttrúnaði

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. maí 2022 09:00

Valhöll. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Áhugaleysi kjósenda á sveitarstjórnarkosningunum er æpandi. Lítið hefur farið fyrir málefnum en því meira er um alls kyns upphrópanir. Er það í fullu samræmi við þróun þjóðfélagsumræðunnar, sem er farin að einkennast af heift og ofstæki.“

Svona hefst leiðari Fréttablaðsins í dag en hann ber fyrirsögnina „Nauðsynlegt afl“ og er ritaður af Kolbrúnu Bergþórsdóttur.

Hún víkur því næst að leit sumra að veikleika oddvita flokkanna sem sé síðan velt miskunnarlaust upp úr þeim og ef ekkert finnist sé enginn vandi að taka sér skáldaleyfi. Þessu hafi Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, fengið að kenna á sem og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann sé ekki í framboði í kosningunum á morgun „þótt stundum mætti halda það, svo oft er nafn hans æpt af ofsa,“ segir Kolbrún.

Hún segist þekkja fólk sem komist í gríðarlega geðshræringu í hvert sinn sem talað sé um Sjálfstæðisflokkinn af virðingu. „Þetta fólk líður nánast andlegar kvalir vegna þess að flokkurinn er í ríkisstjórn og má ekki til þess hugsa að hann nái völdum í borginni. Samt er Hildur Björnsdóttir góður leiðtogi, frjálslynd, dugmikil og hefur brennandi áhuga á borgarmálum. Hún yrði ágætur borgarstjóri, þótt reyndar séu ekki ýkja miklar líkur á því að svo verði,“ segir hún.

Hún bendir síðan á að skoðanakannanir séu ekki kosningaúrslit og því hafi verið athyglisvert að sjá hvernig fjölmiðlar slengdu því fram sem stórfrétt og leituðu til álitsgjafa eftir að Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 16% fylgi í einni könnun, sem flest bendi til að hafi ekki verið mjög marktæk.  Könnunin sem hún vísar til var gerð af Prósent fyrir Fréttablaðið og var birt fyrr í vikunni.

„Þetta þótti fín frétt í tíðindaleysi, en það var líka margt ofstækisfullt fólk sem sá þarna draum sinn um fall Sjálfstæðisflokksins rætast. Aðrir vona að ekki fari mjög illa fyrir Sjálfstæðisflokknum. Hann er nauðsynlegt afl í íslenskri pólitík. Þar er staðið vörð um einstaklingsfrelsið og barist gegn hinum þrúgandi pólitíska rétttrúnaði sem sligar samfélagið. Þetta eiga menn að virða, hvort sem þeir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða ekki,“ segir hún síðan að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ýmislegt stórt mun gerast

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ýmislegt stórt mun gerast
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?