fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Rússnesku skipi með stolið úkraínskt korn vísað frá í fjölda hafna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. maí 2022 09:00

Hveiti er mikilvæg fæða milljarða jarðarbúa. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússnesku skipi, sem er með tæplega 30.000 tonn af stolnu úkraínsku korni, hefur verið vísað frá höfnum víða við Miðjarðarhafið. Hugsanlega er búið að skipa korninu yfir í annað skip.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að skipið heiti Matros Pozynich. Það er eitt þriggja skipa sem flytja stolið úkraínskt korn frá Úkraínu að sögn úkraínskra embættismanna.

Skipið lá við ankeri við Krím í lok apríl og var þá slökkt á staðsetningarbúnaði þess. Daginn eftir var það komið í höfn í Sevastopol miðað við gervihnattarmyndir.

Þaðan var því siglt áleiðis til Alexandríu í Egyptalandi og voru tæplega 30.000 tonn af stolnu úkraínsku korni um borð. Úkraínsk yfirvöld gerðu egypskum yfirvöldum viðvart um að kornið væri stolið og fékk skipið því ekki að leggjast að bryggju í Egyptalandi. Það sama gerðist þegar reynt var að leggjast að bryggju í Beirút.

Í síðustu viku lá skipið við bryggju í Latakia í Sýrlandi. Nú er það farið þaðan og er á leið til Krím. Talið er hugsanlegt að korninu hafi verið skipað upp úr skipinu í Sýrlandi og sé jafnvel komið um borð í annað skip.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“