Maður á fimmtugsaldri sem braust með vikumillibili inn í tvær skartgripaverslanir í Reykjavík hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Maðurinn stal armbandsúrum, gullkeðjum og demantshringjum. Þýfið úr báðum innbrotunum var metið á samanlagt hátt í sex milljónir króna.
Maðurinn játaði brot sín og við ákvörðun refsingar var horft til þess að hann hefði vísað á hluta þýfisins úr fyrra innbrotinu. Þá taldi dómurinn að ekki væri við manninn að sakast að tvö ár hefðu liðið frá innbrotunum í skartgripaverslanirnar og þar til ákæra var gefin út.
Engu að síður hefði maðurinn valdið umtalsverðu tjóni með þessum innbrotum og því var hann dæmdur í fimm mánaða fangelsi.