Það verður hart barist í Norður-London í kvöld þegar Arsenal heimsækir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.
Liðin berjast um sæti í Meistaradeild Evrópu en Arsenal stendur vel af vígi og með sigri er liðið komið með miða í Meistaradeildina.
Tottenham opnar hins vegar allt upp á gátt með sigri og því verður barist til síðasta blóðdropa.
Búið er að velja draumalið með leikmönnum liðanna sem er áhugavert.