Cristiano Ronaldo var kjörinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í apríl en þetta er í annað sinn sem hann fær verðlaunin á þessu tímabili.
Ronaldo hefur sex sinnum unnið verðlaunin en hann mætti aftur í enska boltann síðasta haust.
Ronaldo skoraði fimm mörk í fjórum leikjum fyrir United en liðin gekk þó illa og er í veseni innan sem utan vallar.
Mike Jackson stjóri Burnley var kjörinn stjóri mánaðarins en hann hefur breytt gengi liðsins og á Burnley von á að halda sér í deildinni.
Burnley er fyrir utan fallsætið en er með jafnmörg stig og Leeds sem situr í fallsæti.