Á síðustu tólf mánuðum er Lionel Messi tekjuhæsti íþróttamaður í heimi en hann hefur þénað 107 milljónir punda á þeim tíma.
Þrír knattspyrnumenn komast á lista Forbes yfir tíu tekjuhæstu íþróttamenn í heimi síðustu tólf mánuði.
17,5 milljarður íslenskra króna í vasa Messi skilar honum á toppinn en Lebron James í LA Lakers í NBA deildinni þénaði ögn minna.
Cristiano Ronaldo tekur svo þriðja sætið en talsvert bil er á milli hans og Neymar sem situr í fjórða sætinu.
Tíu tekjuhæstu samkvæmt Forbes
1: Lionel Messi – £107m
2: LeBron James – £99m
3: Cristiano Ronaldo – £94m
4: Neymar – £78m
5: Stephen Curry – £76m
6: Kevin Durant – £74.8m
7: Roger Federer – £74.4m
8: Canelo Alvarez – £73.7m
9: Tom Brady – £68.7m
10: Giannis Antetokounmpo – £66.3m