fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Lætin halda áfram í dómsal: Sökuð um lygar – Atvik í Rússlandi til umræðu

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 12. maí 2022 11:08

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rebekah Vardy eiginkona Jamie Vardy er með bakið upp við vegg í réttarhöldum sem nú eru í gangi. Eiginkonur leikmanna enska landsliðsins saka hana um að hafa látið ljósmyndara vita hvar þær væru. Verjandi Rooney sótti hart að Rebekuh Vardy í dag, sakaði hana meðal annars um lygar og lagði fyrir hana nokkur mál sem hann vill meina að Vardy tengist beint en hún þverneitar.

Málið tengist inn í enska boltann en Jamie Vardy, framherji Leicester City er eiginmaður Rebekuh og Wayne Rooney, knattspyrnustjóri Derby County og fyrrum leikmaður Manchester United er eiginmaður Coleenar.

Co­leen Roon­ey hefur áður sakað Var­dy um að leka upp­lýsingum um einka­líf Roon­ey-fjöl­skyldunnar í fjöl­miðilinn The Sun og upplegg verjanda Rooney í dag var að koma með fleiri sambærileg mál til sögunnar, mál sem hann segir tengjast því að Rebekah Vardy eða umboðsmaður hennar fyrir tilstilli Vardy, hafi lekið upplýsingum um til fjölmiðla gegn greiðslu.

Atvikið tengt eiginkonum leikmanna enska landsliðsins tengist Heimsmeistaramótinu í Rússlandi árið 2018.

Meira:
Hiti í dómssalnum í dag er verjandi Rooney sótti hart að Vardy – ,,Ég veit að þetta lítur ekki vel út“

Ljósmyndarar götublaða voru þá mættir til að mynda konurnar er þær fóru út að borða saman. Verjandi Rooney segir að Vardy ljúgi.

Vardy mætir til leiks
Getty Images

Rebekah segist ekki vita hvað gerðist þetta kvöld þar sem hún drakk talsvert af áfengi en í skilaboðum sem verjandi Rooney hefur segir.

„Við gætum verið að rölta af stað frá hótelinu á veitingastaðinn, það gæti verið góður tímapunktur fyrir mynd af okkur að labba,“ segir Vardy í skilaboðum til umboðsmanns síns.

Myndatakan er sögð hafa farið illa í margar konurnar sem vilja ekki vera í sviðsljósi fjölmiðla. Því er haldið fram að Vardy hafi þegið greiðslur fyrir að segja enskum blöðum frá hinu og þessu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hlær að sögusögnunum um Manchester United

Hlær að sögusögnunum um Manchester United
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna
433Sport
Í gær

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli