Manchester City gekk í vikunni frá kaupum á Erling Haaland. Haaland hefur á tveimur og hálfu ári orðið einn besti knattspyrnumaður í heimi en framherjinn frá Noregi er 21 árs gamall.
Alf-Inge, faðir hans lék meðal annars með Manchester City á ferli sínum en sonurinn fetar nú í fótsport hans.
Real Madrid hafði einnig lagt áherslu á að fá Haaland en nú er allt frágengið og framherjinn fer til Manchester City.
Kaupverðið á Haaland er ekki hátt miðað við gæði hans og markaðinn í dag en City borgar 51 milljón punda til Dortmund.
Félagið borgar svo tæpar 35 milljónir punda til umboðsmanna og þeirra sem starfa með Haaland, þar á meðal faðir hans.
Um er að ræða 5,6 milljarða í umboðslaun en umboðsmaður hans Mino Raiola lést á dögunum.
A €40m agent commission for Haaland. €40m. That figure attracting so little attention just shows how normal it has become.
— Seb Stafford-Bloor (@SebSB) May 12, 2022