Juventus hefur lagt fram tilboð til Paul Pogba en félagið hefur áhuga á að fá franska miðjumanninn aftur í sínar raðir.
Pogba var keyptur frá Juventus til United fyrir sex árum síðan, enska félagið borgaði 89 milljónir punda og borgar Pogba 290 þúsund pund í laun á viku.
Samningur Pogba er á enda í sumar og hefur hann ekki áhuga á því að vera áfram hjá United.
Juventus hefur boðið Pogba 160 þúsund pund í laun á viku en að auki fær hann bónusa og greiðslu fyrir að skrifa undir.
Manchester City sýndi Pogba áhuga en hann er sagður hafa hafnað því en PSG hefur líka haft áhuga á Pogba.