fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Forseti Finnlands og forsætisráðherrann mæla með að sótt verði um aðild að NATÓ

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. maí 2022 07:16

Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sauli Niinisto, forseti Finnlands, og Sanna Marin, forsætisráðherra, sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í morgun þar sem þau mæla með að Finnland sæki um aðild að NATÓ.

Finnland hefur staðið utan varnarbandalagsins síðan það var stofnað 1949 og hefur þrætt þröngt einstigi allar götur síðan á milli Rússlands (áður Sovétríkjanna) og vestrænna nágrannaþjóða sinna.

En innrás Rússa í Úkraínu, sem ekki er aðili að NATÓ, breytti miklu og hefur valdið stefnubreytingu hjá finnskum stjórnmálamönnum sem og almenningi.

Allt frá því að innrásin hófst hefur stuðningur almennings við aðild að NATÓ farið vaxandi.

Finnska þingið þarf að samþykkja að sótt verði um aðild en það er talið vera nánast formsatriði. Síðan þurfa öll 30 núverandi aðildarríki NATÓ að samþykkja umsóknina.

Reiknað er með að sænska ríkisstjórnin muni á næstu dögum tilkynna að sótt verði um aðild að NATÓ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi