fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Ógnandi tilburðir við kvenkyns prófdómara – „Þó að maður sé kannski hræddur við að segja það þá er þetta eiginlega mest bundið við útlendinga“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. maí 2022 06:58

Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öryggishnappar hafa verið settir í borð prófdómara í ökukennslu en lögreglan hefur þurft að hafa afskipti af ógnandi mönnum sem hafa fallið á ökuprófi. Þetta eru aðallega karlmenn frá löndum þar sem konur eru settar skör lægra en karlar, að sögn deildarstjóra hjá Frumherja.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. „Sem betur fer hefur ekki verið gerð nein árás en það hafa verið mjög ógnandi tilburðir þar sem fólk hefur verið hrætt,“ er haft eftir Svanberg Sigurgeirssyni, deildarstjóra ökuprófa hjá Frumherja. Öryggishnöppum hefur verið komið fyrir hjá prófdómurum fyrirtækisins í ökuprófum.

Árlega þreyta um fimm þúsund manns skrifleg ökupróf hjá Frumherja. Flestum gengur vel að sögn Svanbergs en öðrum síður. Stundum hafi viðbrögðin við falli á prófi verið ógnandi og jafnvel ofbeldisfull. „Við höfum séð á eftirlitsmyndavélum að það hefur alveg legið við að það hafi verið rokið í prófdómarann. Það hefur ekkert annað verið eftir en að ráðast á prófdómarann – það hefur verið komið á það stig,“ sagði hann.

Hann sagði að ekki sé um sautján ára krakka að ræða sem bregðist svona við, heldur fyrst og fremst fullorðna karla en meirihluti prófdómaranna eru konur. „Þó að maður sé kannski hræddur við að segja það þá er þetta eiginlega mest bundið við útlendinga. Við verðum sérstaklega vör við þetta frá löndum þar sem menningin er þannig að konur eru skörinni lægra í stiganum heldur en karlmenn. Þeir líta á niður á konur, sérstaklega ef þær eru að segja þeim eitthvað sem þeim líkar ekki,“ sagði Svanberg sem sagði að staðan breytist oft þegar karlmaður úr starfsliðinu kemur inn í stofuna þar sem kvenkyns prófdómara er ógnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Diljá spyr hvort aðeins fólk með réttar skoðanir megi tala um kynbundið ofbeldi

Diljá spyr hvort aðeins fólk með réttar skoðanir megi tala um kynbundið ofbeldi
Fréttir
Í gær

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stingskatan Karlotta varð ólétt án maka – Meyfæðingin raungerðist þó ekki

Stingskatan Karlotta varð ólétt án maka – Meyfæðingin raungerðist þó ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögðu móður sína ekki muna kennitöluna sína þegar hún gerði erfðaskrána sem tvístraði systkinahópnum

Sögðu móður sína ekki muna kennitöluna sína þegar hún gerði erfðaskrána sem tvístraði systkinahópnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugi til Íslands aflýst vegna bilunar á síðustu stundu – Vélin var komin út á flugbrautina

Flugi til Íslands aflýst vegna bilunar á síðustu stundu – Vélin var komin út á flugbrautina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gestrisni Íslendinga kom spænsku pari gríðarlega á óvart – „Þetta fólk þekkti okkur ekki neitt“

Gestrisni Íslendinga kom spænsku pari gríðarlega á óvart – „Þetta fólk þekkti okkur ekki neitt“