fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Myrti unnustuna og fór út í garð til að grafa líkið – Þá gripu örlögin í taumana

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. maí 2022 22:00

Patricia Dent. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasta laugardag sáu nágrannar Joseph McKinnon í bænum Trenton í Suður-Karólínu að meðvitundarlaus maður lá í garðinum við hús hans. Þeir hringdu í neyðarlínuna og voru viðbragðsaðilar strax sendir á vettvang. Ekki tókst að lífga manninn, sem var McKinnon sjálfur, við og var hann úrskurðaður látinn á vettvangi. Hann var sextugur.

Lögreglumenn fóru að kanna aðstæður á vettvangi og fundu þá lík, sem var búið að pakka inn í ruslapoka, í holu í garðinum. Var ljóst að holan var ný. Líkið reyndist vera af Patricia Dent, 65 ára, sem var unnusta McKinnon. Sky News skýrir frá þessu.

Fram kemur að krufning hafi leitt í ljós að Dent hafði verið kyrkt. Nágrannar sögðust hafa séð McKinnon grafa holu í garðinum daginn áður en hann lést.

Krufning á líki hans leiddi í ljós að hann lést af völdum hjartaáfalls.

Lögreglan segir að svo virðist sem McKinnon hafi næstum verið búinn að moka yfir líkið í gröfinni þegar hann lagði skófluna frá sér, gekk á brott og fékk hjartaáfall.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“