KA tók á móti FH í Bestu deild karla í kvöld.
Staðan eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik var markalaus.
Í þeim seinni áttu bæði lið í nokkrum erfiðleikum með að skapa sér almennileg marktækifæri.
Það stefndi í markalaust jafntefli þegar KA fékk víti í uppbótartíma. Nökkvi Þeyr Þórisson fór á punktinn og skoraði sigurmark heimamanna. Lokatölur 1-0.
KA er enn taplaust eftir fimm umferðir í deildinni. Liðið er í þriðja sæti með 13 stig, jafnmörg og Valur.
FH er í áttunda sæti með aðeins fjögur stig eftir fimm leiki.