Philippe Coutinho verður áfram hjá Aston Villa að þessu tímabili loknu.
Brasilíumaðurinn hefur verið á láni hjá Villa frá Barcelona síðan í janúar. Félögin hafa nú komist að samkomulagi um að leikmaðurinn gangi endanlega til liðs við enska félagið í sumar.
Coutinho gekk til liðs við Barcelona frá Liverpool árið 2018 fyrr um 130 milljónir punda. Hann stóð aldrei undir væntingum í Katalóníu. Hann var einnig lánaður til Bayern Munchen á tíma sínum hjá Barcelona.
Skiptin verða tilkynnt fljótlega.
Total agreement reached between Barcelona & Aston Villa for Philippe Coutinho. The deal is now completed and set to be announced: Coutinho will become Aston Villa player on a permanent deal. 🚨🇧🇷 #FCB
Steven Gerrard was key for Philippe to continue with Aston Villa. pic.twitter.com/c8WdKfJfrm
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 11, 2022