Cristiano Ronaldo og Georgina Rodriguez reyna að njóta lífsins eftir mjög erfiða tíma en barn þeirra fæddist andvana á dögunum.
Georgina gekk með tvíbura en drengur þeirra lést í fæðingu en stúlkan fæddist lifandi og heilsast vel.
Frí er hjá Manchester United þessa dagana og reynir parið að njóta lífsins með því að slaka á.
Ronaldo birti mynd af parinu á snekkju en talið er að þau séu stödd í Portúgal.
Fjölskyldan er búsett í Manchester en síðasta haust gekk Ronaldo aftur í raðir Manchester United, óvíst er hvað gerist í sumar en sögur hafa verið í gangi um framtíð Ronaldo.