Allar líkur eru á að Gabriel Jesus fari frá Manchester City í sumar en umboðsmaður hans staðfestir viðræður við önnur félög.
City keypti Erling Haaland í gær og því mun tækifærum Jesus líklega fækka á næstu leiktíð.
Umboðsmaðurinn staðfestir fund með Arsenal en enska félagið vill fá Jesus í sínar raðir í sumar. Mikel Arteta var aðstoðarþjálfari City og stýrir nú Arsenal, hann þekkir því vel til Jesus.
„Við höfum fundað með Arsenal um Jesus, við erum spenntir fyrir því verkefni. Þetta er möguleiki sem við skoðum,“ sagði umboðsmaður Jesus
Hann tjáði fjölmiðlum einnig að sex önnur félög hefðu sýnt því áhuga að krækja í framherjann frá Brasilíu.