Þorsteinn Már Ragnarsson er aftur genginn í raðir KR frá Stjörnunni en hann lék síðast með félaginu árið 2015.
Þorsteinn Már hefur ekki komið við sögu hjá Stjörnunni í sumar og fékk félagaskipti yfir til KR í gær.
Þorsteinn var í herbúðum KR frá 2012 til 2015 en hefur síðan þá spilað með Ólafsvík og Stjörnunni.
Þorsteinn er annar leikmaðurinn sem KR fær til sín á síðustu dögum því félagið keypti Aron Þórð Albertsson frá Fram fyrir helgi.
Þorsteinn Már er vinnusamur sóknarmaður en hann skoraði tvö mörk í 21 leik síðasta sumar.