B.T. skýrir frá þessu. Fram kemur að stúlkan hafi meðal annars sagt móður sinni að einn starfsmaðurinn, karlmaður, væri undarlegur og að hann hefði snert kynfæri hennar. Þetta átti sér stað á leikskóla á Kaupmannahafnarsvæðinu.
Starfsmanninum var strax vikið frá störfum en meira varð ekki úr málinu þá og fallið var frá kæru á hendur honum. Í janúar á þessu ári beindust sjónir lögreglunnar aftur að manninum og nú hefur hann verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn minnst sjö börnum.
Saga stúlkunnar frá 2019 er hluti af málinu því samkvæmt ákærunni var hún fyrsta barnið af sjö, á aldrinum 4 til 6 ára, sem maðurinn braut gegn.
Réttarhöld yfir manninum eru hafin en hann neitar sök.