Morgunblaðið hefur eftir Stefáni Konráðssyni, framkvæmdastjóra Íslenskrar getspár, að fyrirtækið hafi farið mjög hægt í breytingar á „lottómatrixunni eða kúlufjöldanum“. Síðast hafi þessu verið breytt 2008 en þá var kúlunum fjölgað úr 38 í 40. „Þá voru Íslendingar 315 þúsund en nú eru þeir um 370 þúsund. Við bara eltum íbúafjöldann,“ er haft eftir Stefáni.
Hann sagði að síðast hafi verðið verið hækkað 2013 en miðað við vísitöluverð ætti röðin að kosta um 170 krónur núna.