Ragnheiður M. Kristjónsdóttir vill heiðra minningu systur sinnar
„Þegar eitthvað svona hrikalegt gerist eru viðkomandi skilgreindir sem fórnarlömb en ég vil að fólk muni eftir Áslaugu Perlu sem stúlku sem átti framtíðina fyrir sér. Hún var ekki bara stelpan sem var myrt heldur líka þessi frábæra, fyndna og granna stelpa sem borðaði hratt og hélt að hún væri svo góður dansari. Þessi klaufi sem var algjör písl en tókst þó að brjóta sófann minn þótt hún væri helmingi léttari en ég. Ég vil ekki bara einblína á það hræðilega og ræða bara um „málið“ þegar minnst er á Áslaugu Perlu.“