Daníel Finns Matthíasson hefur skrifað undir hjá Stjörnunni en félagið kaupir hann frá Leikni.
Daníel er sóknarþenkjandi miðjumaður, fæddur árið 2000 og er uppalinn hjá Leikni Reykjavík.
„Við hlökkum mikið til að fylgjast með Daníel vaxa sem leikmaður og vitum að okkar fólk mun taka vel á móti honum!
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi tekur okkar maður sig vel út í nýjum litum! ,“ segir á vef Stjörnunnar.
Daníel hafði ætlað að framlengja samning sinn við Leikni en á endanum kaus hann að gera það ekki og vildi burt.