Andy Robertson bakvörður Liverpool hefur farið fram á það við borgaryfirvöld í úthverfi Manchester að setja upp gott öryggishlið fyrir framan heimili sitt.
Robertson býr í Wilmslow sem er úthverfi Manchester en á þesu svæði búa flestir leikmenn Liveprool, Everton, Manchester City og United.
Robertson var í verkefni með Skotlandi í mars þegar maður reyndi að brjótast inn á heimili hans.
37 ára karlmaður var handtekinn en eftir atvikið vill Robertson setja upp hlið og veggi við heimili sitt til að tryggja að þetta gerist ekki aftur.
„Húsið er eitt af fáum í hverfinu sem er ekki með öryggishlið,“ segir í umsókn Robertson þar sem hann sækir um að setja upp hliðið.