Dómarinn, Þorvaldur Árnason gerði sig sekan um mjög slæm mistök á sunnudag þegar Víkingur heimsótti Leikni í Bestu deild karla.
Líklega hefði Víkingur átt að fá þrjár vítaspyrnur í leiknum en Þorvaldur og hans teymi svaf á verðinum.
Í stærstu deildum fótboltans tíðkast það oft að dómarar séu settir til hliðar í eina umferð eftir slaka dómgæslu.
Þorvaldur mætir ferskur á Hlíðarenda á morgun. pic.twitter.com/HLvsfYXWD3
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) May 10, 2022
Þorvaldur þarf þó ekki að hafa áhyggjur af slíku en sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson vekur athygli á því.
Þorvaldur verður á flautunni þegar Skagamenn heimsækja Val í Bestu deild karla á morgun.