Otoniel hefur verið ákærður fyrir fjölda brota í Bandaríkjunum, meðal annars fyrir sölu og dreifingu fíkniefna. Hann neitar sök.
Eftir að hann var handtekinn byrjuðu félagar í eiturlyfjahringnum að gera árásir á þeim svæðum þar sem eiturlyfjahringurinn ræður lögum og lofum. Fram að þessu hafa þrír óbreyttir borgarar, þrír hermenn og tveir lögreglumenn fallið í þessum árásum. Sú síðasta var gerð á mánudaginn í bænum Santa Fe en þar var ráðist á herbíl sem flutti hjálpargögn. Hermaður og lögreglumaður féllu í árásinni og fjórir liðsmenn öryggissveita særðust.
Iván Duque, forseti, hét því á mánudaginn að láta hart mæta hörðu og taka af festu á eiturlyfjahringnum sem er talinn standa fyrir á milli 30 til 60% af kókaínframleiðslunni í landinu. Kólumbía er stærsta framleiðsluland kókaíns í heiminum.