Poppstjarnan Britney Spears gerði allt vitlaust á Instagram í gærkvöldi þegar hún birti nýjar nektarmyndir á Instagram. Eina sem hylur hana eru hendur hennar og lítið hjartatjákn (e. emoji).
Hún birti samtals tólf myndir í þremur færslum
View this post on Instagram
Stórstjarnan greindi frá því í apríl að hún ætti von á barni. Þetta er þriðja barn hennar, en fyrsta barn hennar og unnusta hennar, Sam Ashgari. Hún tók það fram í fyrstu færslunni að nektarmyndirnar hefðu verið teknar í Mexíkó, áður en hún varð ólétt.
„Af hverju í fjandanum virðist ég tíu árum yngri þegar ég er í fríi?“ Skrifar hún.
View this post on Instagram
View this post on Instagram
Myndirnar slógu í gegn hjá aðdáendum söngkonunnar en margir lýstu yfir áhyggjum vegna hegðunnar hennar og öllum nektarmyndunum sem hún hefur verið að deila undanfarið.
Fyrr í mánuðinum birti hún mynd af sér og hundinum hennar, Sawyer, og í febrúar birti hún myndir af sér nakinni á ströndinni.
View this post on Instagram
View this post on Instagram