Marcelo fyrrum leikmaður Lyon var settur til hliðar hjá félaginu eftir að hafa rekið við í búningsklefa og hlegið af því.
Marcelo var settur til hliðar í ágúst á síðasta ári en félagið sagði ólíðandi hegðun vera ástæðuna.
Marcelo hafði byrjað fyrstu tvo leiki tímabilsins en var síðan settur til hliðar og hent í varaliðið.
L’Equipe segir frá því að Marcelo hafi rekið við í klefanum af miklum krafti og síðan hlegið svakalega mikið.
Juninho, yfirmaður knattspyrnumála hjá Lyon fannst hegðun hans ólíðandi og ákvað að henda honum úr hópi aðalliðsins.
Marcelo og Lyon komust svo að samkomulagi um að rifta samningi hans í janúar og gekk hann þá í raðir Bordeaux.