Kylian Mbappe hefur sett af stað sögusagnir um að hann sé að ganga í raðir Real Madrid með því að heimsækja borgina í gær.
Mbappe er samningslaus hjá PSG í sumar en franska félagið gefst ekki upp og er að bjóða Mbappe rosaleg laun.
Draumur hans hefur alltaf verið að spila fyrir Real Madrid og er hann sterklega orðaður við félagið.
Mbappe kom til Madrídar í gær ásamt Achraf Hakimi liðsfélaga hjá PSG. Hakimi var áður leikmaður Real Madrid.
„Velkominn,“ stendur á forsíðu AS á Spáni í dag þar sem blaðið telur að franski sóknarmaðurinn gangi í raðir Real Madrid á næstunni.