fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Miklar verðhækkanir í Danmörku – Þær mestu síðan 1984

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 14. maí 2022 07:30

Danir hamstra niðursuðumat þessa dagana og nýtur Netto góðs af. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verð á neysluvörum í Danmörku var 6,7% hærra í apríl en í sama mánuði á síðasta ári. Þetta er mesta hækkun neysluverðs í landinu á einu ári síðan 1984. Þetta þýðir að verðbólgan er 6,7% á ársgrundvelli.

Þetta kemur fram í tölum sem danska hagstofan birti í vikunni. Fram kemur að það sé aðallega verð á eldsneyti, gasi, rafmagni og matvælum sem á hlut að máli.

Ekstra Bladet hefur eftir Jeppe Juul Borre, aðalhagfræðingi Arbejdernes Landsband, að þessar hækkanir hafi mikil áhrif á heimilisbókhaldið. Í krónum talið þýði þetta að barnafjölskylda þurfi að punga um 30.000 krónum, sem svarar til um 600.000 íslenskra króna, meira út á þessu ári fyrir sömu vörur og þjónustu miðað við síðasta ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu