Það er þó bjartara yfir núna og fólk er farið að ferðast meira en síðustu misserin. Eins og mörg flugfélög neyddist EasyJet til að segja upp fólki á meðan heimsfaraldurinn var í hámarki. Það hefur gengið erfiðlega að fá fólk aftur til starfa og við því er EasyJet meðal annars að bregðast með því að fækka sætum í vélum sínum.
Með því að fækka um eina sætaröð er „aðeins“ pláss fyrir 150 farþega og það gerir að verkum að það nægir að vera með þrjá flugliða um borð í stað fjögurra eins og nú er.
Samkvæmt reglum flugmálayfirvalda er stjórnast fjöldi flugliða af fjölda sæta um borð í flugvélum en ekki fjölda farþega í hverju flugi.
BBC hefur eftir talsmanni EasyJet að félagið reikni með að komast nærri farþegafjöldanum sumarið 2019 í sumar. Fyrir heimsfaraldurinn flutti félagið tæplega 300.000 farþega á dag á háannatíma en það eru um 2.000 flugferðir.