fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Pútín hefur aðeins úr slæmum kostum að velja

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. maí 2022 08:00

Pútín er hættulegur.Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ræðu Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, á Rauða torginu í Moskvu í gær í tilefni af Sigurdeginum varði hann innrásina í Úkraínu og sagði hana hafa verið nauðsynlega vegna yfirvofandi innrásar vestrænna ríkja. Hátíðarhöldin í gær áttu að vera sýning á staðfestu og gríðarlegum yfirburðum Rússa á hernaðarsviðinu en eftir stendur eiginlega að þau sýndu aðallega úrræðaleysi rússneskra ráðamanna.

Hápunktur hátíðarhaldanna var 11 mínútna löng ræða Pútíns. Ekkert kom fram í henni um að rússneskir ráðamenn ætli að draga úr hernaðinum í Úkraínu og raunar minntist Pútín ekki einu orði á stríðið sem Rússar kalla „sérstaka hernaðaraðgerð“.

Rússland hefur haft Krímskaga á sínu valdi síðan 2014 og austurhluta Donbas þar sem þeir hafa stutt við bakið á aðskilnaðarsinnum. Eftir innrásina, sem hófst í febrúar hafa þeir náð stórborginni Kherson á sitt vald og fleiri svæðum í sunnanverðri Úkraínu. Sumir sérfræðingar töldu því að Pútín myndi í ræð sinni lýsa því yfir að dregið yrði úr markmiðum Rússa með innrásinni eða jafnvel lýsa yfir einhverskonar sigri. En það gerði hann ekki.

Hann hélt áfram að vera harðorður í garð lýðræðislega kjörinnar stjórnar Úkraínu og hers og lýsti þeim sem „böðlum, morðingjum og nasistum“. Ekki var neinn friðartón að merkja í orðum hans en hann sagði heldur ekkert um að Rússar ætli að bæta í hernaðaraðgerðir sínar í Úkraínu.

Flest bendir því til að stríðið í Úkraínu verði langvarandi og kostnaðarsamt, bæði hvað varðar mannslíf og eignir. Ekki er hægt að ganga að því sem gefnum hlut að Rússar hafi sigur því Úkraínumenn eru vel vopnum búnir og mikill baráttuhugur í þeim. Þetta er mikill höfuðverkur fyrir Pútín.

Pútín og hans fólk hafa ekki viljað segja rússnesku þjóðinni sannleikann um umfang stríðsins né hið mikla mannfall rússneska hersins. En ef halda á áfram stríði í stórum hlutum í austan- og sunnanverðri Úkraínu um langa hríð þá verður hugsanlega erfitt að fela sannleikann fyrir rússnesku þjóðinni.

Ef Pútín lýsir yfir stríði er hægt að kalla varaliðshermenn til starfa og gera breytingar í efnahagslífinu til að laga það að stríðinu. Á móti kemur að það eykur pólitíska áhættu mjög að lýsa yfir stríði því þá mun almenningur eiga von á og krefjast þess að Rússar sigri Úkraínumenn og hertaki til dæmis Kyiv eða jafnvel alla Úkraínu.

Ef svo færi að Rússar myndu sigra og leggja alla Úkraínu undir sig þá standa þeir ekki frammi fyrir auðveldum hlut. Úkraína er mjög stórt land og það mun þurfa gríðarlegan fjölda hermanna til að tryggja stjórn Rússa yfir landinu. Að auki þarf að dæla miklum fjármunum í landið ef það á að endurreisa það. Vandséð er að Rússar geti ráðið við það því að mati sérfræðinga stefnir rússneskt efnahagslíf nú inn í djúpa kreppu.

Pútín stendur því frammi fyrir nokkrum leiðum varðandi stríðið en líklega má segja að engin þeirra sé góð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir