Í síðustu könnun Prósents, sem var gerð 28. apríl, mældist fylgi Sjálfstæðisflokksins 19,4%. Ef þetta verður niðurstaða kosninganna á laugardaginn missir flokkurinn fjóra af átta borgarfulltrúum sínum.
Fylgi Samfylkingarinnar mælist 26,7% og eru vikmörkin 3,3%. Flokkurinn fékk 25,9% atkvæða í síðustu kosningum og í síðustu könnun mældist fylgið 23,3%. Flokkurinn myndi því halda öllum sjö borgarfulltrúum sínum.
Píratar eru næststærsti flokkurinn samkvæmt könnuninni en fylgi þeirra mælist 17,9% sem er rúmlega 10 prósentustigum meira en í kosningunum 2018 en þá hlaut flokkurinn 7,7% atkvæða. Vikmörkin eru 2,8%. Ef þetta verður niðurstaða kosninganna fá Píratar fjóra borgarfulltrúa en eru nú með tvo.
Fylgi Framsóknarflokksins er óbreytt á mill kannanna eða 12,4%. Vikmörkin eru 2,3%. Flokkurinn myndi fá þrjá fulltrúa kjörna en er ekki með neinn núna.
Nánar er hægt að lesa um niðurstöðurnar á vef Fréttablaðsins.