Klukkan 18 var tilkynnt um nytjastuld á bifreið í Kópavogi. Kveikjuláslyklum bifreiðarinnar var stolið úr jakka í starfsmannaaðstöðu verslunar. Einnig voru greiðslukort tekin og þau misnotuð. Grunaður í málinu fannst skömmu síðar sem og bifreiðin. Sá grunaði var handtekinn og er nú í fangageymslu.
Þrír ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.
Einn ökumaður var kærður fyrir að aka án tilskilinna ökuréttinda.