ÍBV sótti KR heim í Vesturbæinn í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld og það voru gestirnir sem fóru með sigur af hólmi.
Viktorija Zaicikova kom Eyjakonum yfir á 42. mínútu og staðan 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Viktorija lagði svo upp fyrir Kristínu Ernu Sigurlásdóttur sem skoraði gegn sínum gömlu félögum og tvöfaldaði forskot gestanna á 73. mínútu og þar við sat. Lokatölur 2-0 ÍBV í vil.
KR-ingar hafa nú tapað fyrstu þremur leikjum sínum á leiktíðinni og sitja áfram stigalausir á botninum. ÍBV er með fjögur stig en þetta var fyrsti sigur liðsins á leiktíðinni eftir jafntefli og tap í fyrstu og annarri umferð.
KR 0 – 2 ÍBV
0-1 Viktorija Zaicikova (’42)
0-2 Kristín Erna Sigurlásdóttir (’73)