fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

YouTube er heimili kattamyndbanda – Nokkrir elskuðustu kettir internetsins

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 14. maí 2022 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er við hæfi að byrja á einum þekktasta ketti internetsins, heinum eina  sama Grumpy Cat. Grumpy, réttu nafni Tardar Sauce, vakti fyrst athygli eftir að mynd af læðunni var birt á Reddit og varð heimurinn ástfangin af kisunni sem alltaf virtist í vondu skapi. Svipurinn kom aftur á móti til vegna undirbits auk þess sem Grumpy var dvergvaxinn. Svo miklar voru vinsældir Grumpy Cat að eigendur hans hættu í daglegri vinnu til að sinna frægð kisu. Grumpy Cat/Tardar Sauce lést sjö ára að aldri árið 2019 af völdum þvagfærasýkingar sem rekja mátti til dvergvaxtar hennar. 

Maru hefur skemmt áhorfendur í meira en áratug og í fyrra hlotnaðist honum þá heiður að vera viðurkenndur af heimsmetabók Guinnes sem sá köttur með mesta áhorfið eða um 480 milljónir. Það er að finna yfir 600 myndskeið af Maru og vinum á YouTube, aðallega að fela sig í kössum. Maru er kannski ekki heimsins snjallasti köttur en sætur er hann. 

Píanókötturinn Nora hlaut fyrst frægð árið 2007 þegar eigendur hennar birtu myndband af henni spilandi á píanó. Nora, sem var bjargað úr dýraskýli í New Jersey er enn óþreytandi í áhuga sínum á píanóleik þótt hún sé orðin 18 ára. Litháenska tónskáldið Mindaugas Piecaitis samdi meira að segja verk í anda Noru og hefur það verið flutt víða um heim. 

,,That Little Puff“ rásin á YouTube er með 9,5 milljónir áskrifenda. Puff er af Ragdoll tegund og er þriggja ára. Áhugi Puff á mat og matargerð var til þess að eigendur hans hófu að gera myndbönd sem flest ganga út á Puff matreiða. 

Cute Mama Cat Hugging Her Baby Kitten hefur hlotið 59 milljón áhorf og örugglega hlýjað hjörtu í öll skiptin. Það má alveg skæla smá. 

Very Angry Cat er dapurlegt myndskeið, ekki síst út af hljóðinu sem kisa gefur frá sér. Átakanlegt er orðið. Hvorki meira né minna en 89 milljónir manna hafa séð reiðu kisu.

Nyan Cat er ekki einu sinni myndskeið af kisu heldur fremur hrá grafík af einhverju sem líkist ketti með óþolandi tónlist í bakgrunninn. Samt sem áður hefur myndskeiðið fengið 161 milljón áhorfenda og hafa 77 milljónir horft á 10 klukkustunda útgáfunu. Sem er hreint út sagt lygilegt. 

Surprised Kitty hefur glatt fólk í 12 ár og skartar 78 milljónum áhorfa. 

Stina og Mossey voru vanari að slást en að spjalla saman en þegar hófu samtal sitt stóð það í klukkutíma og tók eigandinn upp hluta af því. ,,The two talking cats” hefur hlotið 57 milljón áhorf.

 

Ekki má gleyma hinum upphaflega Keyboard Cat, Fatso, en myndbandið var gert árið 1984 og sett á YouTube árið 2007. Eigandinn, Charlie Schmidt, sem í raun lék á nótnaborðið hefur síðan átt tvo aðra nótnaborðsketti sem hafa hlotið internetfrægð, þá Bento og Skinny. 

Honey Bee var bjargað úr dýraskýli og er blind. Hún nýtur á aftur á móti lífsins með eiganda sínum og elskar gönguferðir. Hún nýtir önnur skilningsvit á ferðum sínum, er örsnögg að finna vatn og skynja hljóð. Honey Bee lætur ekkert stöðva sig. 

Lil-Bub er hugsanlega sætasta kisa internetsins. Hún var örverpið í stóru goti í kofa í Indiana í Bandaríkjunum. Fötlun hennar gerðu það að verkum að hún var dvergvaxin og með tunguna út. Eigendur hennar dáðu hana og var hún mynduð í bak og fyrir. Lil-Bub lést árið 2019 og var stofnaður styrktarsjóður fyrir dýr á vergangi í hennar nafni. Hann hefur nú safnað yfir hálfri milljón dollara. 

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harry Bretaprins rýfur þögnina um skilnaðarorðróminn

Harry Bretaprins rýfur þögnina um skilnaðarorðróminn